Ógleði og vanlíðan
+2
Georgina Chaos
aprilbaun28
6 posters
Page 1 of 1
Ógleði og vanlíðan
Jæja blessuð ógleðin... Finnst ég vera að lesa svo oft að konu séu með ógleði frameftir öllu... Ég var laus við hana seinast rétt fyrir 12. viku en mér líður svo skelfilega í þetta skipti að ég sé ekki fram á að þetta endi Ef þið eigið börn fyir hvenær fór ykkur að líða sæmilega?
aprilbaun28- Posts : 5
Join date : 2015-09-01
Re: Ógleði og vanlíðan
Ógleðin er líka að hrjá mig alveg hressilega, á engin börn fyrir en vona að ég verði ekki svona alla meðgönguna. Hún byrjaði þegar ég var komin rúml. 5 vikur og varð verri og verri þar til um miðja 8. viku. Var búin að lifa í nokkra daga með því að gera öndunaræfingar á meðan ég píndi oní mig þurrt ristað brauð og hrökkbrauð en skyndilega minnkaði ógleðin og ég fór að geta borðað meira. Hætti svo að vera alvarlega óglatt nema ef það leið of langt á milli máltíða. Auðvitað panikkaði ég þegar ógleðin datt svona mikið niður en snemmsónarinn róaði taugarnar og ég var bara voða fegin að vera ekki svona slæm lengur. Eftir tvær og hálfa sæmilegar vikur, í fyrradag, þegar ég var komin 10v 1d varð mér aftur allt í einu svo óglatt að ég hef varla getað dregið mig fram úr í tvo daga og er aftur komin í helv. þurrt ristað brauð og hrökkbr.
Georgina Chaos- Posts : 21
Join date : 2015-09-05
Re: Ógleði og vanlíðan
Ég var með ógleði í 2 vikur þegar ég vissi ekki að ég var olett. Örugglega bara komin um 4 vikur þá eða eitthvað svo ekki meir
amelia13- Posts : 6
Join date : 2015-09-24
Re: Ógleði og vanlíðan
Með fyrsta barn var ég með ógleði þangað til ég var komin um 16v
Með barn nr.2 hætti þetta um 25.viku
Með barn nr.3 fann ég EKKERT alla meðgönguna, rosa þægilegt
Núna er ég að drepast allan sólarhringinn, kúgast, held engu niðri, klígjar við öllu og sé ekki fyrir endann á þessu
Með barn nr.2 hætti þetta um 25.viku
Með barn nr.3 fann ég EKKERT alla meðgönguna, rosa þægilegt
Núna er ég að drepast allan sólarhringinn, kúgast, held engu niðri, klígjar við öllu og sé ekki fyrir endann á þessu
Re: Ógleði og vanlíðan
Geng með barn nr. 2 finnst ógleðin eiginlega verri núna en síðast. Síðast fann ég aðeins fyrir þessu á morgnana og fram eftir degi þá bara svona velgju og klígju.
Núna finn ég fyrir velgju, ónotum og klígju allan daginn og það eykst eiginlega eftir því sem líður á daginn og ég sofna með þessa tilfinningu, langar ekkert að borða á kvöldin oftast nema eitthvað mjög einfalt og mig langar ekkert að elda...svo er ég með vont bragð í munninum reglulega... :S Síðast var þetta hætt um 12 vikurnar og brjóstsviðinn tekinn við ! Vonandi verður það bara svipað núna nema ég væri alveg til í að sleppa við brjóstsviðann! annars mæli ég með Omeprazol við brjóstsviðanum þegar Rennie hættir að virka!
Núna finn ég fyrir velgju, ónotum og klígju allan daginn og það eykst eiginlega eftir því sem líður á daginn og ég sofna með þessa tilfinningu, langar ekkert að borða á kvöldin oftast nema eitthvað mjög einfalt og mig langar ekkert að elda...svo er ég með vont bragð í munninum reglulega... :S Síðast var þetta hætt um 12 vikurnar og brjóstsviðinn tekinn við ! Vonandi verður það bara svipað núna nema ég væri alveg til í að sleppa við brjóstsviðann! annars mæli ég með Omeprazol við brjóstsviðanum þegar Rennie hættir að virka!
Daisy83- Posts : 22
Join date : 2015-08-31
Re: Ógleði og vanlíðan
Ég er með ogleði og vanliðan allan sólarhringinn: ( mig svimar við að standa of lengi og er alveg orkulaus . Fæ svita köst reglulega og er alveg ómöguleg. Það leið yfir mig í gær af vanliðan og er á leiðinni til ljós móður í dag á seinustu meðgöngu var þetta himnariki eingin ogleði, þreyta eða vanliðan.
rannveig86- Posts : 17
Join date : 2015-08-29
Page 1 of 1
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum