Gaman saman!
+18
Georgina Chaos
Danabumba2016
silva
Bumbubúinn 2016
lizzy39
aprilbaun16
Daisy83
norman11
Aprílkríli2016
eplapez
rannveig86
betan2
waagebaun
litlabaun
sveitastelpa1
Admin
bumba20016
hopefully
22 posters
Page 1 of 2
Page 1 of 2 • 1, 2
Gaman saman!
Það væri gaman að vita eitthvað um ykkur eins og hvort að þetta sé fyrsta meðganga, aldur og svona það sem þið eruð tilbúnar að deila með okkur!
Þetta er mín fyrsta meðganga, ég er komin 7 vikur og 3 daga og eins og er er settur dagur 11. apríl. Ég er 23 ára og ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í rúm 5 ár:)
Er mjög spennt fyrir þessu spjalli, það verður gaman að geta spjallað við aðrar á svipuðum stað!
Varðandi einkenni hjá mér finn ég aðeins fyrir morgunógleði á morgnanna áður en ég fæ mér að borða og kannski aðeins fram eftir degi en seinnipartinn og á kvöldin finn ég ekki fyrir því að ég sé ólétt fyrir utan smá þreytu:)
Ég fór í snemmsónar komin 7 vikur og við fengum að sjá hjartslátt og allt leit eðlilega út.
Úpsadeisí, þetta varð smá langt hjá mér
Þetta er mín fyrsta meðganga, ég er komin 7 vikur og 3 daga og eins og er er settur dagur 11. apríl. Ég er 23 ára og ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í rúm 5 ár:)
Er mjög spennt fyrir þessu spjalli, það verður gaman að geta spjallað við aðrar á svipuðum stað!
Varðandi einkenni hjá mér finn ég aðeins fyrir morgunógleði á morgnanna áður en ég fæ mér að borða og kannski aðeins fram eftir degi en seinnipartinn og á kvöldin finn ég ekki fyrir því að ég sé ólétt fyrir utan smá þreytu:)
Ég fór í snemmsónar komin 7 vikur og við fengum að sjá hjartslátt og allt leit eðlilega út.
Úpsadeisí, þetta varð smá langt hjá mér
hopefully- Posts : 35
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Samkvæmt ljósmoðir.is er ég kominn 5 vikur og 4 daga.
Mitt fyrsta barn og erum við mjög ánægð
Ég og unnusti minn erum buin að vera saman i 2 ár.
Ég er 20 ára og hann er 24 ára:)
Fyrsta barnið mitt og annað barnið hans.
Mitt fyrsta barn og erum við mjög ánægð
Ég og unnusti minn erum buin að vera saman i 2 ár.
Ég er 20 ára og hann er 24 ára:)
Fyrsta barnið mitt og annað barnið hans.
bumba20016- Posts : 8
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Hæhæ
Ég er 29 ára og samkvæmt ljosmodir.is komin 6v og 3d
Er ekki byrjuð að finna fyrir neinum einkennum og vona bara að ég sleppi við þau eins og á síðustu meðgöngu, en á fyrstu 2 var ég mjög slæm af ógleði framyfir miðja meðgöngu!
Þetta er 4 meðgangan mín!
Ég er 29 ára og samkvæmt ljosmodir.is komin 6v og 3d
Er ekki byrjuð að finna fyrir neinum einkennum og vona bara að ég sleppi við þau eins og á síðustu meðgöngu, en á fyrstu 2 var ég mjög slæm af ógleði framyfir miðja meðgöngu!
Þetta er 4 meðgangan mín!
Re: Gaman saman!
Hæhæ
Þetta er mín fyrsta meðganga eftir að hafa reynt í 1 ár og ég er komin 8 vikur og 1 dag. Ég er 21 árs og kærastinn minn 26 og við erum búin að vera saman í 3 ár. Ég er búin að fara í snemmsónar og við fengum að sjá hjartslátt og allt lítur vel út. Ég er búin að vera hrikalega slæm af ógleði síðan á 6 viku og þurfti að fara upp á spítala og fá 3 lítra af vökva í æð eftir að hafa ekki haldið neinu niðri í 2 sólarhringa. Ég er að vona að ég fái bara mikla ógleði og bara í styttri tíma í staðinn! Krossa fingur hehe.
Þetta er mín fyrsta meðganga eftir að hafa reynt í 1 ár og ég er komin 8 vikur og 1 dag. Ég er 21 árs og kærastinn minn 26 og við erum búin að vera saman í 3 ár. Ég er búin að fara í snemmsónar og við fengum að sjá hjartslátt og allt lítur vel út. Ég er búin að vera hrikalega slæm af ógleði síðan á 6 viku og þurfti að fara upp á spítala og fá 3 lítra af vökva í æð eftir að hafa ekki haldið neinu niðri í 2 sólarhringa. Ég er að vona að ég fái bara mikla ógleði og bara í styttri tíma í staðinn! Krossa fingur hehe.
sveitastelpa1- Posts : 9
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Hæhæ, þetta er mín fyrsta meðganga eftir missi, búin að reyna síðan 2013. Ég er 24 ára og kærastinn minn 26 og ég er komin 8 vikur og 1 dag, gaman að sjá að við erum tvær á akkúrat sama stað en ég er búin að vera með rosa mikla ógleði, svo er ég með sykursýki líka svo þetta er ekki að passa saman, erfitt að geta ekki borðað í sykurfalli en mér finnst það samt eithvað fara minnkandi, sem eg lít bæði góðum og slæmum augum á, fannst þetta vera merkið mitt um að litla baunin væri á sínum stað, þar sem eg hef miklar áhyggjur á að missa aftur .. een mig langar að forvitnast hjá ykkur með togverki? ég er oft að finna svona eins og túrverki, sem ég veit að eru bara togverkir, eru þið ekkert að finna svoleiðis? en rosa gaman að vera komin í smá hóp
Last edited by litabaun on Sat Aug 29, 2015 1:10 am; edited 1 time in total
litlabaun- Posts : 9
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
hæhæ, stelpur
ég og maðurinn minn erum 30 ára og gift, búin að vera saman í 12 ár.
þetta er fyrsta meðganga okkar komin 6 vikur og 5 daga, við höfum reynd síðan sumarið 2012.
ógleðin og þreyttan er ógeðsleg líður svo ílla. og manni lagnaði svo í að verað óléttur svo byrjar þetta ekki vel. ég er ekki með sérstakar matarþarfir, en ég forðast svínakjöt eins og er, ég gæti ælt ef ég sé það.
ég og maðurinn minn erum 30 ára og gift, búin að vera saman í 12 ár.
þetta er fyrsta meðganga okkar komin 6 vikur og 5 daga, við höfum reynd síðan sumarið 2012.
ógleðin og þreyttan er ógeðsleg líður svo ílla. og manni lagnaði svo í að verað óléttur svo byrjar þetta ekki vel. ég er ekki með sérstakar matarþarfir, en ég forðast svínakjöt eins og er, ég gæti ælt ef ég sé það.
waagebaun- Posts : 29
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
já ég fékk svona verki nokkrum dögum fyrir jákvætt próf, þeir komu og fóru, eins og túrverkir nema stoppuðu stutt.litabaun wrote:een mig langar að forvitnast hjá ykkur með togverki? ég er oft að finna svona eins og túrverki, sem ég veit að eru bara togverkir
síðan hefur þetta farið minnkandi.
waagebaun- Posts : 29
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
litabaun wrote:
“
een mig langar að forvitnast hjá ykkur með togverki? ég er oft að finna svona eins og túrverki, sem ég veit að eru bara togverkir
”
Ég fékk svoleiðis öðru hvoru svona fram að 5./6. viku en það er alveg hætt núna. Mér fannst eiginlega gott að hafa þá því mér fannst þetta svo óraunverulegt og þetta var svona smá staðfesting
“
een mig langar að forvitnast hjá ykkur með togverki? ég er oft að finna svona eins og túrverki, sem ég veit að eru bara togverkir
”
Ég fékk svoleiðis öðru hvoru svona fram að 5./6. viku en það er alveg hætt núna. Mér fannst eiginlega gott að hafa þá því mér fannst þetta svo óraunverulegt og þetta var svona smá staðfesting
hopefully- Posts : 35
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Sælar
Þetta er önnur meðganga mín á einn 4. ára gaur, ég er 24. ára og kærastinn minn er að verða 25. ára. Samkvæmt snemmsónar er ég komin 8v og 5d er skráð eins og er 3. apríl og get ekki beðið eftir því að vera komin 12 vikur og þurfa ekki að halda þessu fyrir mig og montað mig af vera ólétt hehe
Meðgangan er hingað til er búin að ganga ágætlega fyrir utan ógleðisdaga en ég er búin að taka eftir því að ef ég sleppi því að taka Fólín töflu þá verður mér ekki óglatt sem er mjög leiðinlegt hafa einhverjar tekið eftir því ?
Hlakka til að heyra meira af ykkur í vetur
Þetta er önnur meðganga mín á einn 4. ára gaur, ég er 24. ára og kærastinn minn er að verða 25. ára. Samkvæmt snemmsónar er ég komin 8v og 5d er skráð eins og er 3. apríl og get ekki beðið eftir því að vera komin 12 vikur og þurfa ekki að halda þessu fyrir mig og montað mig af vera ólétt hehe
Meðgangan er hingað til er búin að ganga ágætlega fyrir utan ógleðisdaga en ég er búin að taka eftir því að ef ég sleppi því að taka Fólín töflu þá verður mér ekki óglatt sem er mjög leiðinlegt hafa einhverjar tekið eftir því ?
Hlakka til að heyra meira af ykkur í vetur
betan2- Posts : 30
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
Ég var einmitt að hugsa þetta í dag betan2! Ég á vinkonu sem þurfti að hætta að taka fólat vegna ógleði sem hún fann fyrir útaf fólat
hopefully- Posts : 35
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Já þetta er engin vitleysa í mér er það nokkuð, áður en ég fattaði að þetta væri taflan þá fannst mér erfitt að hugsa útí það að fara taka töfluna fékk bara hroll, svo tók ég hana í hádeginu í dag og er búin að vera ónýt í allan dag svo leiðinlegt maður vill gera allt það besta fyrir krílið
betan2- Posts : 30
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
Já nákvæmlega:/ læknirinn hennar sagði henni að sleppa fólatinu útaf þessu
hopefully- Posts : 35
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Hjàlp!!
Ef eitthvað sem virkar a ykkur með morgunógleðina?
Þetta er hræðilegt .. Mæta í vinnu og þurfa siðan að hlaupa af og til að kasta upp ..
Ef eitthvað sem virkar a ykkur með morgunógleðina?
Þetta er hræðilegt .. Mæta í vinnu og þurfa siðan að hlaupa af og til að kasta upp ..
bumba20016- Posts : 8
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Hæ Hæ þetta er önnur meðgangan mín á einn 14 mánaða strák. Við erum alveg í sjöunda himni yfir þessu litla kraftaverki sem er á leiðinni: ) eg er komin 5+5 í dag: ) er að deyja úr hormona breytingum og í brjostunun: ( fann ekki svona mikil einkenni á seinustu meðgöngu.
rannveig86- Posts : 17
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
Og rosalega gaman að vera komin í svona hóp: ) takk takk
rannveig86- Posts : 17
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
Hæ og takk fyrir að stofna spjallið!
Ég er 31 árs og þetta er önnur meðgangan mín. Ég er reyndar orðin alveg rugluð í að telja dagana en held að ég sé komin 7 vikur og 2 daga.
Ég og pabbinn erum ekki saman en við erum mjög góðir vinir og hittumst oft.
Ég er samt innilega spennt fyrir að eignast barnið, vonandi gengur allt upp!
Ég er 31 árs og þetta er önnur meðgangan mín. Ég er reyndar orðin alveg rugluð í að telja dagana en held að ég sé komin 7 vikur og 2 daga.
Ég og pabbinn erum ekki saman en við erum mjög góðir vinir og hittumst oft.
Ég er samt innilega spennt fyrir að eignast barnið, vonandi gengur allt upp!
eplapez- Posts : 6
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
hæhæ
ég er 31 árs og þetta er þriðja meðgangan mín. Ég er komin 7vikur og 3 daga
ég er 31 árs og þetta er þriðja meðgangan mín. Ég er komin 7vikur og 3 daga
Aprílkríli2016- Posts : 17
Join date : 2015-08-29
Re: Gaman saman!
Hæhæ,
ég er 28 ára og er búin að vera með kærastanum mínum í 8 ár. Okkur hefur lengi langað í barn en fundist erfitt að ákveða þetta sísvona. Svo í júlí hætti ég á pillunni eftir að hafa verið á henni frá um 15/16 ára og verð strax ólétt í næsta tíðahring. Átti nú von á að þetta tæki lengri tíma og er ekki enn að trúa þessu Ég reiknaði út að settur dagur er ca. 24.apríl.
Ég fer í snemmsónar eftir tvær vikur (semsagt í byrjun 8.viku) og get ekki beðið eftir að fá frekari staðfestingu. Er ekki búin að finna fyrir neinni ógleði, bara rosalega mikilli þreytu og fæ togverki annars slagið.
Mig langar líka að benda ykkur á mjög sniðugt app sem heitir Ovia Pregnancy. Þar er t.d. bent á engifer við ógleði, ásamt alls konar fróðleik
Annars kann ég ekkert á þessa síðu, af hverju sé ég ekki allar umræður á forsíðunni? :/
ég er 28 ára og er búin að vera með kærastanum mínum í 8 ár. Okkur hefur lengi langað í barn en fundist erfitt að ákveða þetta sísvona. Svo í júlí hætti ég á pillunni eftir að hafa verið á henni frá um 15/16 ára og verð strax ólétt í næsta tíðahring. Átti nú von á að þetta tæki lengri tíma og er ekki enn að trúa þessu Ég reiknaði út að settur dagur er ca. 24.apríl.
Ég fer í snemmsónar eftir tvær vikur (semsagt í byrjun 8.viku) og get ekki beðið eftir að fá frekari staðfestingu. Er ekki búin að finna fyrir neinni ógleði, bara rosalega mikilli þreytu og fæ togverki annars slagið.
Mig langar líka að benda ykkur á mjög sniðugt app sem heitir Ovia Pregnancy. Þar er t.d. bent á engifer við ógleði, ásamt alls konar fróðleik
Annars kann ég ekkert á þessa síðu, af hverju sé ég ekki allar umræður á forsíðunni? :/
norman11- Posts : 11
Join date : 2015-08-30
Re: Gaman saman!
Sælar,
Ég er 32 ára og ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 15 ár og gift í 8 ár. Við vorum búin að reyna að eignast barn í um 6 ár þ.e. vera án varna í 3 ár án þess að reyna beint markvisst og svo vorum við búin að reyna markvisst í 3 ár m.a. fara í allskonar skoðanir, speglun, tæknisæðingar og svo að lokum fórum við í glasameðferð sem tókst í fyrstu tilraun og við eigum í dag 14 mánaða gamlan son. Þessi aprílbaun er svo barasta heimatilbúin! tók sér bólfestu í fyrsta hring á varna og við vorum svo innilega hissa.... þetta mátti auðvitað gerast og við vonuðum það inns inni en þorðum varla að vona upphátt. Við vorum m.a. búin að plana næstu heimsókn til Art Medica.
Svona getur lífið komið manni á óvart við erum í skýjunum en finnst þetta á sama tíma mjög óraunverulegt, hlakka mikið til að komast í snemmsónar og sjá þetta með berum augum. Þegar glasameðferðin heppnaðist var ferlið svo "stýrt" við vissum nákvæmlega hvenær fósturvísinum var komið fyrir, ekkert á reyki með settan dag, vorum bókuð sjálfkrafa í snemmsónar komin 6+2 og svo aftur 8+2 og svo vorum við útskrifuð. Núna er maður bara "einn" í þessu... svolítið öðruvísi en ótrúlega gaman
Ég er 32 ára og ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 15 ár og gift í 8 ár. Við vorum búin að reyna að eignast barn í um 6 ár þ.e. vera án varna í 3 ár án þess að reyna beint markvisst og svo vorum við búin að reyna markvisst í 3 ár m.a. fara í allskonar skoðanir, speglun, tæknisæðingar og svo að lokum fórum við í glasameðferð sem tókst í fyrstu tilraun og við eigum í dag 14 mánaða gamlan son. Þessi aprílbaun er svo barasta heimatilbúin! tók sér bólfestu í fyrsta hring á varna og við vorum svo innilega hissa.... þetta mátti auðvitað gerast og við vonuðum það inns inni en þorðum varla að vona upphátt. Við vorum m.a. búin að plana næstu heimsókn til Art Medica.
Svona getur lífið komið manni á óvart við erum í skýjunum en finnst þetta á sama tíma mjög óraunverulegt, hlakka mikið til að komast í snemmsónar og sjá þetta með berum augum. Þegar glasameðferðin heppnaðist var ferlið svo "stýrt" við vissum nákvæmlega hvenær fósturvísinum var komið fyrir, ekkert á reyki með settan dag, vorum bókuð sjálfkrafa í snemmsónar komin 6+2 og svo aftur 8+2 og svo vorum við útskrifuð. Núna er maður bara "einn" í þessu... svolítið öðruvísi en ótrúlega gaman
Daisy83- Posts : 22
Join date : 2015-08-31
Re: Gaman saman!
Hæhæ!
Ég er 26 ára og þetta er í annað skipti sem ég er ólétt, en ég missti fyrr á þessu ári. Kærastinn minn er 25 ára og við erum búin að vera að reyna frá því við misstum í febrúar. Er komin 7 vikur í dag og ætti að eiga 19.aprí Fór í snemmsónar í morgun og fékk að sjá hjartslátt og allt leit eðlilega út Við erum himinlifandi yfir þessu og getum ekki beðið eftir að komast yfir 12 vikurnar!
Helstu einkennin hjá mér eru brjóstaspenna, þreyta og mikil ógleði.
Er mjög spennt fyrir þessum hóp
Ég er 26 ára og þetta er í annað skipti sem ég er ólétt, en ég missti fyrr á þessu ári. Kærastinn minn er 25 ára og við erum búin að vera að reyna frá því við misstum í febrúar. Er komin 7 vikur í dag og ætti að eiga 19.aprí Fór í snemmsónar í morgun og fékk að sjá hjartslátt og allt leit eðlilega út Við erum himinlifandi yfir þessu og getum ekki beðið eftir að komast yfir 12 vikurnar!
Helstu einkennin hjá mér eru brjóstaspenna, þreyta og mikil ógleði.
Er mjög spennt fyrir þessum hóp
aprilbaun16- Posts : 6
Join date : 2015-08-28
Re: Gaman saman!
Hæhæ, mjög gaman að þessum þræði!
Ég er 25 ára (verða 26) og er þetta mín fyrsta meðganga, er komin 7.vikur og 2 daga. Hef lengi langað í barn en samt alltaf pínu efins hversu lengi ég ætti að bíða, en svo áttaði ég mig á því að það er ekkert betri tími einhverntiman seinna og ég og kærastinn ákváðum þá bara að að leyfa þessu að gerast þegar það myndi gerast, og ég varð strax ólétt, þannig tíminn var greinlega réttur. Á tíma í snemmsónar á morgun, ætla að taka hann með, er mjög kvíðin en samt spennt!
Varðandi einkennin, þá er ég alveg rooosalega aum í brjóstunum, og er flögurt allan daginn, ég er í rúmminu ef ég á ekki að vera í vinnu, og hef átt erfitt með að mæta í skólan frá 6.viku vegna ógleðis og þreytu. Hefur verið að koma upp og niður hjá mér, einhverjar að lenda í því?
Ég er 25 ára (verða 26) og er þetta mín fyrsta meðganga, er komin 7.vikur og 2 daga. Hef lengi langað í barn en samt alltaf pínu efins hversu lengi ég ætti að bíða, en svo áttaði ég mig á því að það er ekkert betri tími einhverntiman seinna og ég og kærastinn ákváðum þá bara að að leyfa þessu að gerast þegar það myndi gerast, og ég varð strax ólétt, þannig tíminn var greinlega réttur. Á tíma í snemmsónar á morgun, ætla að taka hann með, er mjög kvíðin en samt spennt!
Varðandi einkennin, þá er ég alveg rooosalega aum í brjóstunum, og er flögurt allan daginn, ég er í rúmminu ef ég á ekki að vera í vinnu, og hef átt erfitt með að mæta í skólan frá 6.viku vegna ógleðis og þreytu. Hefur verið að koma upp og niður hjá mér, einhverjar að lenda í því?
lizzy39- Posts : 4
Join date : 2015-09-01
Re: Gaman saman!
Þriðja meðgangan mín . Á tvær stelpur , Ein þeirra er á himnum og hin hérna með okkur.
Það tók mig ár að verða ófrísk með eldri og 6 mánuði með yngri. Ég er með pcos en þetta heppnaðist í fyrsta hring er ekki enþá að trúa því og endalaust að horfa á prófin sem ég tók aftur og aftur haha. Ég fékk jákvætt 27.Ágúst þá mjööööög daufa línu tók síðan tvö í gær bæði blússandi jákvæð. Ég er sett 5.Maí en verð gangsett í Apríl. Stelpan mín er 15mánaða þannig að það verður 23 mánuðir á milli :p Ég byrjaði á Miðvikudeginum í seinustu viku að fá ógleði og velgjur ældi þá og á fimmtudag. Hef ekkert ælt síðan en er með velgjur, Er að kálast í brjóstunum og eitt þeirra byrjað að mjólka smá :O er líka endalaust útblásin. Ég er að bíða eftir svari með snemmsónar þar sem að ég fer líklegast í hann uppá kvennadeild-- Ég er í áhættueftiliti.
Það tók mig ár að verða ófrísk með eldri og 6 mánuði með yngri. Ég er með pcos en þetta heppnaðist í fyrsta hring er ekki enþá að trúa því og endalaust að horfa á prófin sem ég tók aftur og aftur haha. Ég fékk jákvætt 27.Ágúst þá mjööööög daufa línu tók síðan tvö í gær bæði blússandi jákvæð. Ég er sett 5.Maí en verð gangsett í Apríl. Stelpan mín er 15mánaða þannig að það verður 23 mánuðir á milli :p Ég byrjaði á Miðvikudeginum í seinustu viku að fá ógleði og velgjur ældi þá og á fimmtudag. Hef ekkert ælt síðan en er með velgjur, Er að kálast í brjóstunum og eitt þeirra byrjað að mjólka smá :O er líka endalaust útblásin. Ég er að bíða eftir svari með snemmsónar þar sem að ég fer líklegast í hann uppá kvennadeild-- Ég er í áhættueftiliti.
Bumbubúinn 2016- Posts : 24
Join date : 2015-09-02
Re: Gaman saman!
Sælar
Ég er 29 ára, maðurinn minn 25 ára. Þetta er önnur meðganga, eigum fyrir 17 mánaða skvísu sem verður alveg að verða 2ja ára þegar nýja kraftaverkið kemur í heimsókn
Þetta var alveg óplanað, ég á pillunni og fattaði ekki fyrr en eftir 8 vikur að ég var ólétt og ætlaði eiginlega ekki að trúa því. En þetta er bara jákvætt og ég ætla ekki að kvarta
Settur dagur skv. snemmsónar er 6.apríl 2016. Ég er búin að vera með mikla morgunógleði en það sem hjálpar mér eru sleikjóar og brjóstsykrar sem fást í apótekum og heita preggie pops. Tek 1-2 á morgnana og er góð það sem eftir er dags
Hlakka til 1.október þegar við förum á fbook
Ég er 29 ára, maðurinn minn 25 ára. Þetta er önnur meðganga, eigum fyrir 17 mánaða skvísu sem verður alveg að verða 2ja ára þegar nýja kraftaverkið kemur í heimsókn
Þetta var alveg óplanað, ég á pillunni og fattaði ekki fyrr en eftir 8 vikur að ég var ólétt og ætlaði eiginlega ekki að trúa því. En þetta er bara jákvætt og ég ætla ekki að kvarta
Settur dagur skv. snemmsónar er 6.apríl 2016. Ég er búin að vera með mikla morgunógleði en það sem hjálpar mér eru sleikjóar og brjóstsykrar sem fást í apótekum og heita preggie pops. Tek 1-2 á morgnana og er góð það sem eftir er dags
Hlakka til 1.október þegar við förum á fbook
silva- Posts : 15
Join date : 2015-09-05
Re: Gaman saman!
Hæhæ, ég er aðeins búin að vera fylgjast með inná spjallinu og lesa og svona en var bara að skrá mig núna. Ég er búsett í Danmörku og það hefur verið æði að geta aðeins fylgst með hvað aðrar eru að ganga í gegnum þar sem ég hef ekki fundið neitt svona hérna úti (auk þess sem það er heldur ekki alveg eins). Ég er sem sagt komin 6 vikur +1 dag samkvæmt reikningum, og er þá sett 29.apríl, en held ég fari ekki í neinn snemmsónar hér svo ég er enn að bíða eftir meiri staðfestingu. Ég fer til læknisins í næstu viku og í alls konar tékk þá, er að vona að eitthvað meira muni koma útúr því Þetta er fyrsta meðgangan mín og fyrsta barn okkar hjóna og við erum sjúklega spennt Mér finnst alveg æðislegt að vera komin í svona hóp, takk kærlega fyrir að hafa sett þetta saman
Hvað morgunógleðina varðar eins og bumba2016 spurði útí þá hef ég lesið að morgunógleðin sé verst (eða hreinlega stafi af) þegar blóðsykurinn sé lár svo það sé um að gera að reyna borða nóg (sem getur þó auðvitað reynst hægara sagt en gert!). En þá var einmitt stungið uppá að hafa jafnvel kexpakka á náttborðinu eða eitthvað sem þú getur nartað í um leið og þú vaknar og helst áður en þú ferð fram úr, spurning hvort þetta gæti hjálpað þér eitthvað Ég persónulega hef sloppið vel en hef þó fundið fyrir ógleði inná milli og mér finnst hún einmitt verst ef það er svolítið langt síðan ég borðaði, þó ég eigi einmitt oft erfitt með að koma einhverju niður.
Hvað morgunógleðina varðar eins og bumba2016 spurði útí þá hef ég lesið að morgunógleðin sé verst (eða hreinlega stafi af) þegar blóðsykurinn sé lár svo það sé um að gera að reyna borða nóg (sem getur þó auðvitað reynst hægara sagt en gert!). En þá var einmitt stungið uppá að hafa jafnvel kexpakka á náttborðinu eða eitthvað sem þú getur nartað í um leið og þú vaknar og helst áður en þú ferð fram úr, spurning hvort þetta gæti hjálpað þér eitthvað Ég persónulega hef sloppið vel en hef þó fundið fyrir ógleði inná milli og mér finnst hún einmitt verst ef það er svolítið langt síðan ég borðaði, þó ég eigi einmitt oft erfitt með að koma einhverju niður.
Danabumba2016- Posts : 9
Join date : 2015-09-05
Re: Gaman saman!
Hæhæ, ég hef fylgst með spjallinu hér og á bland en lítið kommentað. Er 33 ára og búin að vera með manninum mínum í 12 ár, komin 9 vikur og 1 dag. Þetta er önnur óléttan en ég missti í fyrra svo ég er búin að vera alveg smá stressuð núna. Fór í snemmsónar í ágúst og átti að vera komin tæpar 8 vikur en reyndist vera komin bara 6. Fór svo aftur núna í vikunni og er sett 8. apríl. Ég hef það á tilfinninguni að þetta geti horfið hvenær sem er en ógleðin er samt svolítið traustvekjandi
Georgina Chaos- Posts : 21
Join date : 2015-09-05
Page 1 of 2 • 1, 2
Page 1 of 2
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum
|
|